Athugið þessi frétt er meira en 8 mánaða gömul.

Zelensky sakar Rússa um heigulshátt

epa09880758 A handout photo made available by Ukrainian Presidential Press Service shows Ukrainian President Volodymyr Zelensky during a meeting with British Prime Minister Boris Johnson in Kyiv, Ukraine, 09 April 2022. British Prime Minister Boris Johnson paid an unannounced visit to Kyiv on April 9 to 'show solidarity' with Ukraine a day after a missile strike killed dozens at a railway station in the country's east.  EPA-EFE/UKRAINIAN PRESIDENTIAL PRESS SERVICE / HANDOUT  HANDOUT EDITORIAL USE ONLY/NO SALES
 Mynd: EPA-EFE - UKRAINIAN PRESIDENTIAL PRESS SER
Volodymyr Zelensky Úkraínuforseti sakar Rússa um pyntingar, kallar innrásarliðið gungur og varar landsmenn við að rússneskar hersveitir ætli sér enn viðameiri aðgerðir austanvert í landinu en hingað til.

Þetta var meðal þess sem Zelensky sagði í ávarpi sínu í kvöld. Hann sagði að Rússar stunduðu að kenna Úkraínumönnum um innrásina og allt sem af henni hefur leitt. Hann sagði kjarkleysi leiða af sér hörmungar og þegar fólk þori ekki viðurkenna mistök sín breytist það í skrímsli. 

Rússar létu sprengjum rigna yfir austanverða Úkraínu um helgina. Að minnsta kosti tíu fórust í sprengjuárásum á Kharkiv næststærstu borg landsins, þar á meðal eitt barn. Búist er við þungri atlögu á jörðu niðri innan skamms. 

Zelensky sagði þann dag renna fljótlega upp að Rússar þyrftu að viðurkenna mistök sín. „Þeir geta látið sprengjum rigna yfir okkur og skotið eldflaugum að okkur í sífellu,“ sagði Zelensky en sagði Úkraínumenn undirbúna fyrir allar aðgerðir Rússa. „Við bregðumst við,“ sagði hann. 

Zelensky vísaði á bug öllum ásökunum Rússa um að kenna mætti úkraínskum hersveitum um dauða óbreyttra borgara um land allt. „Þeir segjast ekki hafa framið fjöldamorðin í Bucha heldur við,“ sagði Zelensky.

„Vitið þið af hverju það er? Það er vegna þess að þeir eru gungur.“ Hann sagði einnig að í kappi sínu við að viðurkenna ekki mistök hefðu Rússar fjölgað glappaskotunum.

Það sýndi líka kjarkleysi sagði Zelensky, og þá ákveddu Rússar að veröldin þyrfti að aðlaga sig að þeim. Hann sagði Úkraínumenn ætla sér að stöðva það með öllum ráðum.