Athugið þessi frétt er meira en 10 mánaða gömul.

Tvær konur með covid létust á Landspítala um helgina

COVID-ástand á Landakoti
 Mynd: Landspítali/Þorkell Þorkelsso - Ljósmynd
Tvær konur á áttræðisaldri létust með COVID-19 á gjörgæsludeildinni í Fossvogi um helgina, er fram kemur í tilkynningu frá Landspítala. 

Smituðum á spítalanum fækkar milli daga

Tuttugu og tveir sjúklingar liggja nú á Landspítala með COVID-19, átján þeirra með virkt smit.

Það eru fimm færri en lágu inni í gær og hefur þeim farið hægt fækkandi síðasta mánuðinn. Engir Covid-smitaðir sjúklingar eru á gjörgæslu. Spítalinn er á hættustigi.