
Biden og Modi ræða heimsmálin í dag
Leiðtogarnir tveir hafa margt að ræða, þar á meðal stöðu kórónuveirufaraldursins og efnahagsmál heimsins.
Auk þess segir í tilkynningunni að Biden muni vilja halda áfram samtali um afleiðingar innrásar og hernaðar Rússa á hendur Úkraínumönnum. Þá muni þeir Modi ræða hvernig milda skuli áhrif innrásarinnar á matvælaframleiðslu og hrávörumarkað heimsins.
Talið er að Indverjar hafi keypt sex milljónir tunna af rússneskri olíu frá því Vesturlönd hófu refsiaðgerðir og þvinganir gegn Rússum. Þeir hafa í óða önn leitað nýrra markaða fyrir olíu en Indverjar segja olíuviðskipti sín við Rússa aðeins vera dropa í risavaxna fötu.
Daleep Singh, varaþjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjastjórnar heimsótti Indland nýverið og sagði í kjölfarið að ekki væri ástæða til afskipta af olíuviðskiptum þarlendra við Rússa að svo stöddu. Hins vegar gæti þurft að bregðast við aukist verulega við kaup Indverja á rússneskri olíu.