Athugið þessi frétt er meira en 8 mánaða gömul.

Vara við eitruðum reyk í kjölfar stórbruna í Helguvík

09.04.2022 - 12:39
Mynd: Hjalti Haraldsson / RÚV
Allt tiltækt slökkvilið Brunavarna Suðurnesja var kallað út laust fyrir hádegi eftir að eldur kviknaði í flokkunarskýli í grennd við sorpeyðingarstöðina Kölku í Reykjanesbæ.

Mikill eldur var í skýlinu en samkvæmt upplýsingum fréttastofu eru engin verðmæti í húsinu. Mest var um timbur og rusl í skemmunni. Búið er að slökkva eldinn að mestu, en tíma tekur að róta í og slökkva í öllu. 

Lögreglan á Suðurnesjum hefur beðið íbúa að loka gluggum og vera skjólmegin við reykinn þar sem hann er afar eitraður.

Mynd: Aðsend mynd / RÚV
rebekkali's picture
Rebekka Líf Ingadóttir
Fréttastofa RÚV