Athugið þessi frétt er meira en 10 mánaða gömul.

Leyfa milljón pílagríma til Mekka þetta árið

09.04.2022 - 02:40
epa08251052 (FILE) - Muslim pilgrims perform Tawaf (circling) around the Kaaba inside the al-Haram al-Sharif mosque, in preparation of the start of the Hajj 2019 pilgrimage, Mecca, Saudi Arabia, 07 August 2019 (Reissued 26 February 2020). According to a statement on 26 February, Saudi Arabia has suspended religious tourism temporarily for the purposes of Umrah (a minor Islamic pilgrimage that can be done at any time of the year), as well as visiting the mosque of Prophet Muhammad, al-Masjid an Nabawi, in efforts to prevent the Covid-19 coronavirus in the Kingdom. Saudi Arabia is also suspending the entry of non-Saudi citizens coming from affected countries.  EPA-EFE/STR
 Mynd: epa
Stjórnvöld í Sádí Arabíu hyggjast leyfa milljón gestum að heimsækja Mekka á hadsjí, árlegri pílagrímshátið múslima. Pílagrímsferð til Mekka er einn af fimm meginstólpum Íslamstrúar. Hadsjí hefst 7. júlí og stendur til 12. júlí í ár.

Stjórnvöld krefjast þess að allir pílagrímar skuli fullbólusettir og að allir sem koma erlendis frá þurfa að undirgangast PCR-próf. Eins mega aðeins einstaklingar undir 65 ára aldri heimsækja Mekka að þessu sinni. 

Kórónuveirufaraldurinn varð til þess að Sádar drógu mjög úr hátíðahöldum í tengslum við hadjsí. Til að mynda var aðeins eitt þúsund pílagrímum leyft að heimsækja Mekka árið 2020. 

Árið eftir máttu 60 þúsund fullbólusettir Sádar sækja Mekka heim. Þá var valið með handahófsútdrætti hverjir gætu farið þangað. Árið fyrir upphaf faraldursins komu 2,5 milljónir pílagríma til Mekka.

Sádar segja brýnt að tryggja öryggi pílagríma ásamt því að auðvelda fleirum að sækja Mekka heim. Takmarkanir áranna 2020 og 2021 vöktu gremju meðal  trúaðra enda borgin helga lokuð öðrum en innfæddum. 

Takmarkanirnar snertu efnahag ríkisins nokkuð enda námu árlegar tekjur af pílagrímum 12 milljörðum bandaríkjdala árlega. Allir múslimar eiga að fara í pílagrímsferð til Mekka að minnsta kosti einu sinni á ævinni, hafi þeir ráð á og heilsu til. 

Ríflega 751 þúsund hafa greinst með COVID-19 í Sádí Arabíu frá því faraldurinn skall á og rétt rúm níu þúsund hafa látist. Sádar eru 34 milljónir en í mars var flestum samkomutakmörkunum aflétt í landinu.