Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Telja of snemmt að bjóða öllum upp á fjórða skammtinn

Moderna COVID-19 vaccine arrives at local pharmacies in Canberra, Australian Capital Territory
 Mynd: EFE - EPA
Mat lyfjastofnunar Evrópu (EMA) og Sóttvarnarstofnunar Evrópu (ECDC) er að gefa megi einstaklingum 80 ára og eldri fjórða skammtinn af bóluefnum Pfizer og Moderna.

Gögnin, sem liggja til grundvallar ráðleggingunni, sýna að meiri hætta er á alvarlegum Covid-19 sjúkdómi í þessum aldurshópi og að fjórði skammturinn veiti góða vörn.

Stofnanirnar telja að á þessari stundu séu engar vísbendingar um að vörnin sem bóluefnin veita gegn alvarlegum Covid-19 sjúkdómi fari dvínandi hjá heilbrigðu fólki undir níræðisaldri. Því sé ekki þörf á fjórða skammtinum hjá þeim hópi.

Í tilkynningu Lyfjastofnunar segir að EMA og ECDC, sem og yfirvöld í hverju landi fyrir sig, munu áfram fylgjast náið með gögnum til að meta hvort mögulega sé aukin hætta á alvarlegum veikindum meðal bólusettra.