Athugið þessi frétt er meira en 6 mánaða gömul.

Pink Floyd gefur út lag til styrktar Úkraínu

FILE - A Ukrainian serviceman takes a photograph of a damaged church after shelling in a residential district in Mariupol, Ukraine, March 10, 2022. (AP Photo/Evgeniy Maloletka, File)
Hafnarborgin Mariupol er nánast rústir einar eftir margra vikna sprengjuárásir Rússa en nokkur hundruð hermenn Azov-hersveitanna halda enn til í Azov-stálverksmiðjunum í borginni ásamt nokkur hundruð óbreyttum borgurum sem þar leituðu skjóls. Mynd: AP
Breska rokkhljómsveitin Pink Floyd hefur gefið út nýtt lag í fyrsta sinn síðan árið 1994. Lagið heitir Hey Hey Rise Up og er gefið út til stuðnings Úkraínu. Úkraínski söngvarinn Andriy Khlyvnyuk úr hljómsveitinni Boombox syngur í laginu.

David Gilmour, gítarleikari Pink Floyd, segist hafa orðið fyrir miklum áhrifum af upptökum sem sýndu Khlyvnyuk syngja á mannlausu Sofiu-torginu í miðborg Kyiv.

Söngvarinn gekk til liðs við varnarsveitir í höfuðborginni en liggur nú særður á sjúkrahúsi. Gilmour kveðst hafa rætt við Khlyvnyuk í síma eftir að hann samdi lagið og úkraínska söngvaranum hafi litist vel á.

Gilmour segir að báðir hefðu lýst yfir áhuga á frekari samvinnu í framtíðinni. Allur hagnaður af sölu lagsins rennur til mannúðaraðstoðar í Úkraínu.