Athugið þessi frétt er meira en 8 mánaða gömul.

Björguðu framboðinu á elleftu stundu

08.04.2022 - 20:03
Alls munu 11 flokkar bjóða fram til borgarstjórnarkosninga í vor. Frestur til að skila inn framboðum rann út á hádegi. Minnstu munaði að eitt framboðið félli á tíma þar sem framboðsgögn og undirskriftarlistar fundust ekki.

Hvert framboð þarf að skila inn lista yfir frambjóðendur, að lágmarki 23 að hámarki 46. Svo framboðið teljist lögmætt þarf hver listi að hafa undirskriftir 160 meðmælenda hið minnsta. 

Þeir sem bjóða fram í Reykjavík að þessu sinni eru þeir átta flokkar sem nú skipa borgarstjórn sem og Framsóknarflokkurinn, Reykjavík; besta borgin og Ábyrg framtíð.  

Átta framboðstilkynningum var skilað inn í Kópavogi og jafnmörgum í Hafnarfirði. Sjö stefna á framboð í Reykjanesbæ og níu á Akureyri.  

Minnstu munaði að forsvarsmenn framboðsins Reykjavík; Besta borgin, féllu á tíma þegar framboðsfrestur rann út í hádeginu í dag. 

Mariash's picture
María Sigrún Hilmarsdóttir
Fréttastofa RÚV
peturm's picture
Pétur Magnússon
Fréttastofa RÚV