Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Einn í haldi vegna mannskæðrar skotárásar í Kaliforníu

05.04.2022 - 00:44
A person passes a memorial near the location of a mass shooting in Sacramento, Calif., Monday, April 4, 2022. Multiple people were killed and injured in the shooting a day earlier. (AP Photo/Rich Pedroncelli)
 Mynd: AP - RÚV
Einn hefur verið handtekinn vegna skotaárásar í Kaliforníu í Bandaríkjunum á sunnudag. Sex létust í árásinni, þrjár konur og þrír karlar, á aldrinum 21-57 ára.

Tólf til viðbótar særðust og eru fimm þeirra enn á sjúkrahúsi. Skotárásin er sú mannskæðasta í Bandaríkjunum á þessu ári.

Árásin var gerð á fjölförnum stað í miðborg Sakramentó. Lögregla segir líklegt að fleiri en einn beri ábyrgð á árásinni. Sá sem nú er í haldi er 26 ára karlmaður og hefur hann verið ákærður fyrir líkamsárás og vörslu ólöglegs skotvopns.

Joe Biden Bandaríkjaforseti fordæmir árásina og sagði í yfirlýsingu á sunnudag að hann harmaði að byssur myndu enn einu sinni umturna lífi fjölskyldna.

Byssur valda dauða um fjörutíu þúsund Bandaríkjamanna á hverju ári, er fram kemur í samantekt bandarískrar stofnunar um eftirlit með skotvopnum.