Athugið þessi frétt er meira en 5 mánaða gömul.

Sex látnir eftir skotárás í Kaliforníu

03.04.2022 - 12:45
Mynd með færslu
 Mynd: Wikimedia
Sex eru látnir og níu alvarlega slasaðir eftir skotárás í Sacramento í Kaliforníu í morgun.

Samkvæmt lögreglunni á svæðinu urðu fimmtán manns fyrir árásinni og stendur nú rannsókn yfir.

Á Twitter hefur lögreglan bent fólki á að forðast svæðið, þar sem enn ríkir töluverð óvissa og götum hefur verið lokað.

rebekkali's picture
Rebekka Líf Ingadóttir
Fréttastofa RÚV