Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Enginn hefur verið handtekinn vegna skotárásarinnar

03.04.2022 - 20:56
epa09868487 Police officials investigate the scene after a mass shooting in downtown Sacramento, California, USA , 03 April 2022. According the Sacramento Police Department, at least six people have been killed and more then 10 more injured in a gunfire in the city center on Sunday morning.  EPA-EFE/PETER DASILVA
 Mynd: EPA IMAGES
Minnst sex létu lífið og tíu særðust í skotárás í miðborg Sacramento í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Árásin var gerð klukkan tvö í nótt að staðartíma, níu í morgun að íslenskum tíma.

Enginn hefur verið handtekinn en talið er að árásarmaður eða -menn hafi ráðist til atlögu fyrir utan bari og skemmtistaði, þar sem fjöldi fólks var samankominn. 

Að sögn lögreglustjórans, Katherine Lester, var mikill mannfjöldi samankominn á svæðinu þegar skothríðin braust út. Hún segir það óljóst hvort mannfjöldinn hafi tengst ákveðnum vettvangi eða viðburði. 

Lester segir að búið sé að rannsaka vettvang árásarinnar en lögreglan hefur ekki lýsingu á árásarmanninum eða -mönnum.

„Þetta er virkilega hörmulegt ástand,“ sagði Lester við blaðamenn á svæðinu.

rebekkali's picture
Rebekka Líf Ingadóttir
Fréttastofa RÚV