Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

„Við erum með fimm áleggstegundir“

Mynd: RÚV / RÚV

„Við erum með fimm áleggstegundir“

02.04.2022 - 23:00

Höfundar

Jón Gnarr ætlaði í sakleysi sínu að fá sér eina pulsu en átti erfitt með að klára pöntunina því starfsmaður þurfti að rifja upp alla karaktera sem hann hefur leikið í gegnum tíðina, Jóni til lítillar ánægju. Kanarí sýndi sprenghlægilega grínsketsa í söfnunarþætti Unicef sem fór fram í kvöld.

Söfnunarþáttur Unicef, Heimsins mikilvægasta kvöld, fór fram á RÚV í kvöld. Landssöfnun fór fram til styrktar bágstöddum í Úkraínu auk þess sem skemmtiatriði voru sýnd.

Í átakinu Heimsins bestu foreldrar sem hófst í síðustu viku munu framlög nýrra Heimsforeldra næstu þrjá mánuði renna beint til neyðarstarfs UNICEF vegna Úkraínu.

Mynd: RÚV / RÚV
Samtök fólks sem fær skutl í vinnuna voru með verðugan málsvara í Kastljósi

Kanaríliðar settu saman nokkur grínatriði þar sem Jón Gnarr varð fyrir barðinu á lélegu gríni, Vala Kristín skammaðist sín fyrir að panta of mikið af pizzu og Sigurður Þór skellti sér í bíó svo eitthvað sé nefnt.

Mynd: RÚV / RÚV
Vala Kristín pantaði sér pizzu og bragðaref