Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Segir Rússa hafa samþykkt helstu sjónarmið Úkraínumanna

epa09857454 A handout photo made available by the Ukrainian Presidential Press Service shows member of the Ukrainian delegation David Arakhamia (R), Head of the Servant of the People parliamentary faction, with Russian Presidential aide Vladimir Medinsky (L) during a meeting as part of the Russian-Ukrainian talks at Dolmabahce Palace in Istanbul, Turkey, 29 March 2022. Delegations from Russia and Ukraine are due to resume face-to-face talks in Istanbul on the day.  EPA-EFE/UKRAINIAN PRESIDENTIAL PRESS SERVICE HANDOUT -- BEST QUALITY AVAILABLE -- MANDATORY CREDIT: UKRAINIAN PRESIDENTIAL PRESS SERVICE -- HANDOUT EDITORIAL USE ONLY/NO SALES
 Mynd: EPA-EFE - UKRAINIAN PRESIDENTIAL PRESS SER
David Arakhamia helsti samningamaður Úkraínu í friðarviðæðunum við Rússa segir stjórnvöld í Moskvu hafa „munnlega“ fallist á helstu kröfur Úkraínumanna. Það glæðir vonir um að vel miði í átt að friði en Tyrklandsforseti hefur boðið leiðtogum beggja ríkja til fundar.

„Rússland hefur opinberlega svarað öllum sjónarmiðum [Úkraínu] jákvætt, utan málefna Krímskaga,“ segir Arakhamia. Þó liggi engin skrifleg staðfesting fyrir, rússnesku samningamennirnir hefðu munnlega fallist á sjónarmiðin.

Hann sagði sömuleiðis að Rússar hefðu sagt að þjóðaratkvæðagreiðsla um hlutleysi Úkraínu væri eina leiðin út úr átökunum. Aðspurður hvað gerðist samþykktu Úkraínumenn ekki þá stöðu landsins sagði hann að annað hvort brystu átök út að nýju eða að teknar yrðu upp friðarviðræður aftur. 

Arakhamia sagði í samtali við úkraínskar sjónvarpsstöðvar að kæmi til fundar þeirra Volodymyrs Zelensky Úkraínuforseta og Vladimírs Pútín forseta Rússlands færi hann líkast til fram í Tyrklandi.

Recep Tayyip Erdogan forseti Tyrklands hefði boðið báðum samningsaðilum það í dag en dagsetning liggi þó ekki fyrir. Zelensky hefur iðulega kallað eftir fundi með Pútín frá því innrásin hófst 24. febrúar. 

Arakhamia lét orð sín falla í kjölfar tilkynningar Úkraínumanna um að þeir hefðu náð svæðinu umhverfis Kyiv á sitt vald.