Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

Slasaður skíðamaður sóttur af þyrlu Landhelgisgæslunnar

30.03.2022 - 17:32
Mynd með færslu
 Mynd: Sölvi Andrason - Rúv
Þyrla landhelgisgæslunnar sótti slasaðan skíðamann í fjöllin inn af Karlsá norðan Dalvíkur í dag. Lögreglunni á Norðurlandi eystra barst tilkynning um manninn laust fyrir klukkan tvö í dag. 

Viðbragðsaðilar á svæðinu voru ræstir út sem og þyrla Landhelgisgæslunnar. 

Að sögn lögreglunnar gekk ágætlega að komast að manninum og voru sjúkraflutningamenn og björgunarsveitarmenn komnir til hans um klukkustund síðar. 

Hlúð var að manninum og hann búinn til flutnings.  Þyrla kom á vettvang um tveimur tímum síðar og var hinn slasaði hífður upp og fluttur á Sjúkrahúsið á Akureyri til aðhlynningar. Ekki er vitað frekar um líðan mannsins.  

urduro's picture
Urður Örlygsdóttir