CODA, Campion, Chastain og Smith fengu styttur

epa09854650 'We Don't Talk About Bruno' is performed during the 94th annual Academy Awards ceremony at the Dolby Theatre in Hollywood, Los Angeles, California, USA, 27 March 2022. The Oscars are presented for outstanding individual or collective efforts in filmmaking in 24 categories. EPA-EFE/ETIENNE LAURENT
 Mynd: EPA-EFE - EPA

CODA, Campion, Chastain og Smith fengu styttur

28.03.2022 - 03:58

Höfundar

Kvikmyndin CODA, sem segir frá því hvernig 17 ára stúlka eltir drauma sína, var valin sú besta á 94. Óskarsverðlaunahátíðinni í nótt. Jane Campion, Will Smith og Jessica Chastain fara einnig heim með styttur úr stærstu flokkum hátíðarinnar.

Kvikmyndin Dune, sem byggist á vísindaskáldsögu Franks Herberts, hlaut flest verðlaun í nótt eða sex talsins. Tilkynnt var nú á fjórða tímanum að bandaríska kvikmyndaakademían hefði útnefnd CODA sem bestu mynd ársins.

Sian Heder leikstýrði CODA sem segir sögu Ruby, 17 ára heyrandi dóttur heyrnalausra foreldra, sem á sér þann draum heitastan að verða söngkona. Það voru leik- og söngkonurnar Liza Minelli og Lady Gaga sem tilkynntu um sigurvegarann. Myndin hlaut tvenn verðlaun en útnefningarnar voru þrjár. 

epa09854943 The cast and crew celebrate after 'CODA' won the Oscar for Best Picture during the 94th annual Academy Awards ceremony at the Dolby Theatre in Hollywood, Los Angeles, California, USA, 27 March 2022. The Oscars are presented for outstanding individual or collective efforts in filmmaking in 24 categories. EPA-EFE/ETIENNE LAURENT
 Mynd: EPA-EFE - EPA
epa09854851 Jane Campion reacts after winning the Oscar for Best Director for 'Power of the Dog' during the 94th annual Academy Awards ceremony at the Dolby Theatre in Hollywood, Los Angeles, California, USA, 27 March 2022. The Oscars are presented for outstanding individual or collective efforts in filmmaking in 24 categories. EPA-EFE/ETIENNE LAURENT
 Mynd: EPA-EFE - EPA

Nýsjálenski leikstjórinn Jane Campion hlaut Óskarsverðlaun fyrir vestrann The Power of the Dog. Hún er aðeins þriðja konan í yfir 90 ára sögu hátíðarinnar til að hljóta styttuna gullnu fyrir leikstjórn. The Power of the Dog var tilnefnd til flestra verðlauna eða tólf en hlaut aðeins þessi einu. 

epa09854929 US actress Jessica Chastain reacts after winning the Oscar for Best Actress for 'The Eyes of Tammy Faye' during the 94th annual Academy Awards ceremony at the Dolby Theatre in Hollywood, Los Angeles, California, USA, 27 March 2022. The Oscars are presented for outstanding individual or collective efforts in filmmaking in 24 categories. EPA-EFE/ETIENNE LAURENT
 Mynd: EPA-EFE - EPA

Óskarsverðlaunin fyrir besta leik í aðalhlutverki féllu í skaut Jessicu Chastain, sem varð 45 ára á fimmtudaginn. Verðlaunin hlýtur hún fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni The Eyes of Tammy Faye sem fjallar um ævi sjónvarpspredikarans Tammy Faye Bakker sem lést árið 2007. 

epa09854876 Us actor Will Smith reacts after winning the Oscar for Best Actor for 'King Richard' during the 94th annual Academy Awards ceremony at the Dolby Theatre in Hollywood, Los Angeles, California, USA, 27 March 2022. The Oscars are presented for outstanding individual or collective efforts in filmmaking in 24 categories. EPA-EFE/ETIENNE LAURENT
 Mynd: EPA-EFE - EPA

Will Smith fékk Óskar sem besti karlkynsleikari í aðalhlutverki fyrir hlutverk sitt í myndinni King Richard. Þetta er í fyrsta sinn sem hann hlýtur verðlaunin en hann leikur föður og þjálfara tennisstjarnanna Venus og Serenu Williams í myndinni.

Smith baðst afsökunar á að hafa slegið leikarann Chris Rock fyrr í kvöld en sagðist stunda það að standa upp fólki til varnar. Hann hafi í kvöld varið konuna sína en hann gæti samsamað sig með Richard Willams sem varði fjölskyldu sína. 

epa09854824 The In Memoriam program during the 94th annual Academy Awards ceremony at the Dolby Theatre in Hollywood, Los Angeles, California, USA, 27 March 2022. The Oscars are presented for outstanding individual or collective efforts in filmmaking in 24 categories. EPA-EFE/ETIENNE LAURENT
 Mynd: EPA-EFE - EPA

Sigurvegarar í helstu flokkum:

 • Kvikmynd ársins: CODA
 • Leikstjórn: Jane Campion, The Power of the Dog
 • Leikari í aðalhlutverki: Will Smith, King Richard
 • Leikkona í aðalhlutverki: Jessica Chastain, The Eyes of Tammy Faye
 • Leikari í aukahlutverki: Troy Kotsur, CODA
 • Leikkona í aukahlutverki: Ariana DeBose, West Side Story
 • Besta erlenda kvikmyndin: Drive My Car (Japan)
 • Heimildamynd í fullri lengd: Summer of Soul
 • Teiknimynd í fullri lengd: Encanto
 • Handrit byggt á áður útgefnu verki: CODA - Sian Heder
 • Besta frumsamið handrit: Belfast - Kenneth Branagh
 • Besta kvikmyndatónlistin: Dune - Hans Zimmer
 • Besta sönglag: No Time to Die úr samnefndri Bond mynd  - Billie Eilish og Finneas O'Connell
   

Tengdar fréttir

Norður Ameríka

Will Smith sló Chris Rock á Óskarnum

Tónlist

DeBose og Kotsur best í aukahlutverkum