Elliðaár flæða yfir bakka sína á nokkrum stöðum þessa stundina, meðal annars í Víðidal við Breiðholtsbraut og stór gróðurlendi á kafi við Norðlingaholt og Rauðhóla þar sem Bugða hefur flætt yfir bakka sína.
Ofar eru Hólmsá og Bugða einnig í miklum vexti og sýnir vatnamælir Veðurstofunnar að rennslið í Hólmsá hafi þrefaldast frá því í gærmorgun.
Í færslunni segir að flóðið við Norðlingaholt megi að hluta til skrifa á inngrip manna, því göngu- og hestabrú syðst við Norðlingaholt þrengi verulega að Bugðu. Flóðið sé ofan við brúna og náði í hádeginu nærri því í brúargólfið.
Mynd: Eldfjalla- og náttúruvárhópu / Facebook
Ingimar Karl Helgason tók myndskeiðið hér fyrir ofan í hádeginu.