Athugið þessi frétt er meira en 8 mánaða gömul.

Hútar boða þriggja daga vopnahlé í Jemen

epa09851381 Houthi supporters take part in a protest marking the seventh anniversary of the Saudi-led military campaign on Yemen, in Sana’a, Yemen, 26 March 2022. Thousands of Houthi supporters took part in a protest marking the seventh anniversary of the Saudi-led military campaign on Yemen, a day after the Houthis unleashed a wave of drone and missile attacks on Saudi Arabia, including a missile assault on an Aramco oil facility. Yemen has been in the grip of a full-blown armed conflict between the Houthis and the Saudi-backed government since 26 March 2015 when the Saudi-UAE-led military coalition launched a military campaign against the Houthis for restoring the government after the Houthis took over the capital Sana'a and the northern parts of the Arab country, claiming the lives of over 377,000 people.  EPA-EFE/YAHYA ARHAB
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Leiðtogi uppreisnarmanna Húta í Jemen hefur boðað þriggja daga vopnahlé í átökum við fjölþjóðaherinn sem styður ríkisstjórn landsins. Hann gefur jafnvel í skyn að varanlegur friður kunni að vera í boði. Með skilyrðum.

Helsti stjórnmálaleiðtogi Húta Mahdi al-Mashat fyrirskipaði vígamönnum sínum að láta af árásum sólarhring eftir þungar atlögur að skotmörkum í Sádí Arabíu. Meðal annars eyðilagðist olíuhreinsistöð nærri Jeddah.

Al-Mashat setti sem skilyrði að sádíarabísk stjórnvöld létu þegar af öllum árásum á Jemen og linntu umsátri um höfuðborgina Sanaa. Enn sem komið er hafa ekki komið viðbrögð við þeim kröfum. 

„Ríkisstjórn Sádí Arabíu þarf að sýna fram á að henni sé alvara með því að hlíta vopnahlénu og koma erlendum hersveitum á brott úr landinu,“ sagði al-Mashat. Þá væri kominn á friður og unnt að ræða pólítískar lausnir um framhald mála í Jemen. 

Sádar svöruðu árásum Húta með loftárásum á Sanaa og borgina Hodeida. Antonio Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna fordæmdi í gær athæfi beggja og hvatti til viðræðna svo binda mætti enda á átökin Jemen.

Ísraelsmenn lýstu hryggð yfir árásunum á Sádí Arabíu en löndin eiga ekki í stjórnmálasambandi. Naftali Bennett forsætisráðherra sagði árásina til marks um að Íranir svifust einskis. Íranir hafa stutt uppreisnarsveitir Húta dyggilega. 

Jemen er fátækast Arabaríkjanna og var það áður en borgarastyrjöldin hófst fyrir sjö árum. Hundruð þúsunda hafa farist og milljónir landsmanna eru á vergangi en Sameinuðu þjóðirnar lýsa ástandinu í jemen sem verstu mannúðarkrísu samtímans.