Athugið þessi frétt er meira en 10 mánaða gömul.

Zelensky hvetur Rússa enn til friðarviðræðna

epa09848689 A handout photo made available by the Ukrainian Presidential Press Service shows Ukrainian President Volodymyr Zelensky during a meeting with the Parliament speakers of Estonia, Latvia and Lithuania in Kyiv (Kiev), Ukraine, 24 March 2022 (issued 25 March 2022), as Russia's invasion of Ukraine continues. According to the Ukrainian presidential office, a joint statement 'On the urgent need to modernize the air defense of Ukraine' was signed by representatives of the parliaments of Lithuania, Latvia and Estonia.  EPA-EFE/UKRAINIAN PRESIDENTIAL PRESS SERVICE HANDOUT -- MANDATORY CREDIT: UKRAINIAN PRESIDENTIAL PRESS SERVICE -- HANDOUT EDITORIAL USE ONLY/NO SALES
 Mynd: EPA-EFE - UKRAINE PRESIDENTIAL PRESS SERV.
Volodymyr Zelensky Úkraínuforseti krefst þess að Rússar semji um frið en segir jafnframt að Úkraínumenn láti engin landsvæði af hendi í þeim tilgangi að koma á friði. Þetta var meðal þess sem fram kom í miðnæturávarpi Zelenskys í kvöld.

Svo virðist sem forsetinn hafi ákveðið að beina orðum sínum sérstaklega að hershöfðingjanum Sergei Rudskoi yfirmanni herforingjaráðs Rússlands sem sagði fyrr í dag meginmarkmið herliðisins nú vera að frelsa Donbas-hérað í austurhluta Úkraínu.

Þar er hafnarborgin Mariupol sem er nánast rústir einar. Aðskilnaðarsinnar hliðhollir Rússum hafa ráðið hluta héraðins allt frá árinu 2014 en hersveitir innrásarhersins hafa reynt að leggja stærri svæði þess undir sig, þar á meðal Mariupol.

Svo virðist sem að í orðum Rudskois felist vísbending um að Rússar hafi látið af áætlunum um að ná Kyiv og öðrum stærri borgum en hægt hefur á framrás þeirra þangað.

Zelensky sagði í ávarpi sínu að yfir sextán þúsund rússneskir hermenn liggi í valnum en fyrr í vikunni kom fram í máli yfirmanns hjá NATÓ að mögulegt mannfall væri sjö til 15 þúsund.

Nýjustu tölur rússneska varnarmálaráðuneytisins herma að 1.351 rússneskur hermaður hafi fallið í Úkraínu.