
Sex hermenn féllu í hryðjverkaárás í Níger
Þetta er önnur árásin á svæðinu síðastliðna tíu daga og því þykir sem ofbeldisalda sé í uppsiglingu að nýju eftir nokkurra vikna hlé. Í tilkynningu ráðuneytisins segir að vopnaðir hryðjuverkamenn hafi setið fyrir hermönnunum nærri þorpinu Kolmane.
Auk hinna föllnu særðist einn og farartæki hermannanna eyðilagðist í árásinni. Ekki liggur fyrir hvort einhver úr hópi árásarmanna liggi í valnum.
Nígerísku hryðjuverkasamtökin Boko Haram og vígasveitir sem kalla sig Íslamska ríkið í Vestur-Afríku hafa stundað blóðugar árásir á landsvæðinu meðfram landamærunum að Malí og Búrkína Fasó allt frá árinu 2017.
Í síðustu viku fórust 21 í árásum á langferðabíl en Mohamed Bazoum forseti Níger hefur lagt að vígamönnum að setjast að samningaborði um friðarumleitanir.