Athugið þessi frétt er meira en 5 mánaða gömul.

Sex hermenn féllu í hryðjverkaárás í Níger

epa09032798 Niger's newly elected president Mohamed Bazoum gestures to supporters as he delivers a speech after provisional election results were announced in the presidential run-off results in Niamey, Niger, 23 February 2021. According to provisional results published by the electoral commission the ruling party candidate Mohamed Bazoum has won the presidential elections with more than 55 percent of the vote.  EPA-EFE/SOULEYMANE AG ANARA
 Mynd: epa
Sex hermenn úr stjórnarher Níger féllu í árás suðvestanvert í landinu nærri landamærunum að Búrkína Fasó á fimmtudag. Þetta kom fram í tilkynningu varnarmálaráðuneytis landsins í dag.

Þetta er önnur árásin á svæðinu síðastliðna tíu daga og því þykir sem ofbeldisalda sé í uppsiglingu að nýju eftir nokkurra vikna hlé. Í tilkynningu ráðuneytisins segir að vopnaðir hryðjuverkamenn hafi setið fyrir hermönnunum nærri þorpinu Kolmane.

Auk hinna föllnu særðist einn og farartæki hermannanna eyðilagðist í árásinni. Ekki liggur fyrir hvort einhver úr hópi árásarmanna liggi í valnum.

Nígerísku hryðjuverkasamtökin Boko Haram og vígasveitir sem kalla sig Íslamska ríkið í Vestur-Afríku hafa stundað blóðugar árásir á landsvæðinu meðfram landamærunum að Malí og Búrkína Fasó allt frá árinu 2017.

Í síðustu viku fórust 21 í árásum á langferðabíl en Mohamed Bazoum forseti Níger hefur lagt að vígamönnum að setjast að samningaborði um friðarumleitanir.