Athugið þessi frétt er meira en 10 mánaða gömul.

Um 11 milljónir á flótta innan og utan Úkraínu

Migrants gather in front of a barbed wire fence at the checkpoint "Kuznitsa" at the Belarus-Poland border near Grodno, Belarus, on Monday, Nov. 15, 2021. European Union foreign ministers are expected Monday to decide to expand sanctions against Belarus to include airlines, travel agents and individuals alleged to be helping to lure migrants to Europe as part of a "hybrid attack" against the bloc by President Alexander Lukashenko. (Oksana Manchuk/BelTA pool photo via AP)
50 - 80.000 manns streyma frá Úkraínu til Póllands á degi hverjum eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu Mynd: AP - BelTA
Hundrað og sjö manns með tengsl við Úkraínu hafa sótt um alþjóðlega vernd á Íslandi á síðustu sjö dögum, eða um 15 að meðaltali á dag. Þetta kemur fram í stöðuskýrslu landamærasviðs ríkislögreglustjóra vegna stríðsátaka í Úkraínu, sem barst fréttastofu í dag.

Frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu 24. febrúar hafa 397 manns með úkraínskt ríkisfang sótt um vernd á Íslandi. Þeirra á meðal eru 214 konur, 115 börn, og 68 karlar. Búist er við því að tæplega 400 manns sæki um vernd á Íslandi á næstu fjórum vikum. 

Alls hafa 3.656.732 flúið stríðsátökin í Úkraínu til nágrannaríkja í Evrópu. Af þeim flúðu rúmlega tvær milljónir manna til Póllands, en um 90 prósent af þeim sem komið hafa til Póllands eru með úkraínskt ríkisfang. Gert er ráð fyrir því að það fjölgi áfram í hópi flóttafólks en Alþjóðaflóttamannastofnunin áætlar að allt að fimm milljónir eigi eftir að flýja. Þá hefur stofnunin áætlað að um sex milljónir óbreyttra borgara séu á flótta innan landamæra Úkraínu. 

Nýting skammtímaúrræða þeirra sem sækja um vernd er 85% og nýting langtímaúrræða er 93 prósent. Unnið er að því að tryggja fullnægjandi skammtímaúrræði fyrir fólk sem sækir um vernd.  

Næstflestir umsækjendur frá Venesúela

Alls hafa 726 sótt um alþjóðlega vernd á Íslandi á árinu, en rúmlega helmingur þeirra var með tengsl við Úkraínu. Þar á eftir sóttu 198 manns með tengsl við Venesúela um vernd, en umsækjendur frá áramótum skiptast á alls 27 ríkisföng. 

 

peturm's picture
Pétur Magnússon
Fréttastofa RÚV