Athugið þessi frétt er meira en 8 mánaða gömul.

Sprengjuhótun gegn írskum ráðherra reyndist gabb

epa07688821 Irish Minister for Foreign Affairs and Trade Simon Coveney during his talks with Russian Foreign Minister Lavrov at the Foreign Ministry's Guest House in Moscow, Russia, 02 July 2019.  EPA-EFE/SERGEI CHIRIKOV
Simon Coveney, utanríkisráðherra Írlands. Mynd: EPA-EFE - EPA
Lögregla á Norður-Írlandi segir að sprengjuhótun sem barst í dag meðan Simon Coveney utanríkisráðherra Írlands hélt ræðu í Belfast hafi verið gabb.

Lögregla fordæmdir framferðið og sakar uppreisnarmenn úr hópi sambandssinna í Ulster Volunteer Force um að standa að baki athæfinu. Coveney var aðalræðumaður á samkomu haldinni af John og Pat Hume stofnuninni. 

Eftir að hótunin barst var ráðherrann fluttur í skyndi í skjól en lögregla segir að tveir vopnaðir menn hafi rænt sendibíl og neytt ökumanninn til að aka þar, sem einhvers konar búnaði var komið fyrir í bílnum.

Þaðan var haldið þangað sem Coveney var að flytja mál sitt. Rannsókn hefur síðan leitt í ljós að tækið sem bíllinn bar var alls ekki sprengja.

Mark McEwan aðstoðaryfirlögregluþjónn segir að fyrirætlun mannana hafi verið að valda eins mikilli truflun og unnt væri og sagði framferði þeirra smánarlegt.