Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

Eyddi rúmum klukkutíma í að moka sig út úr húsi

23.03.2022 - 21:44
Mynd með færslu
 Mynd: Guðmundur Gunnarsson - Aðsend
Þegar Guðmundur Gunnarsson, fyrrverandi bæjarstjóri á Ísafirði, ætlaði sér út úr húsi á Bolungarvík í morgun blasti við honum snjóveggur fyrir utan útidyrahurðina.

Guðmundur setti inn færslu á Twitter-síðu sinni þar sem hann deildi mynd af snjóveggnum ásamt myndskeiði af sér moka sig út úr húsinu.

„Þetta er svona einn og hálfur klukkutími sem fer í að koma sér út með vönum handbrögðum,“ segir Guðmundur og bætti við að moksturinn hafi minnt sig á gamla tíma þegar hann bjó fyrir vestan og þurfti oft á tíðum að moka sig út líkt og í morgun.

Hann segir að veturinn á Bolungarvík sé búinn að vera snjóþungur og að ekkert lát virðist vera á. „Þegar að Bolvíkingum er nóg um tíðarfar og snjó er það merki um að það sé búið að vera ansi rosalegt.“

Hér fyrir neðan má sjá Twitter-færslu Guðmundar.