Athugið þessi frétt er meira en 7 mánaða gömul.

Biden til Brussel og Póllands í vikunni

epa09834668 US President Joe Biden departs the White House in Washington, DC, USA, 18 March 2022, headed for Rehoboth Beach, Delaware.  EPA-EFE/Chris Kleponis / POOL
 Mynd: EPA-EFE - Consolidated News Photos POOL
Joe Biden Bandaríkjaforseti fer á föstudag til Póllands, þar sem hann mun ræða innrás Rússa í Úkraínu við Andrzej Duda, Póllandsforseta. Skrifstofa forsetaembættisins sendi út tilkynningu þessa efnis í gær. „Forsetinn mun ræða hvernig Bandaríkin og bandalags- og vinaþjóðir okkar begðast við því skelfingarástandi í mannúðar- og mannréttindamálum sem óréttmætt og tilefnislaust árásarstríð Rússa í Úkraínu hefur skapað,“ segir í tilkynningunni.

 

Biden heldur til Póllands í beinu framhaldi af mikilli fundaröð með leiðtogum Nato, G7-ríkjanna og Evrópusambandsins í Brussel í Belgíu síðar í þessari viku, þar sem Úkraínustríðið verður líka í brennidepli. 

 

Ævar Örn Jósepsson
Fréttastofa RÚV