Athugið þessi frétt er meira en 7 mánaða gömul.

Loftárás gerð á Lviv, skammt frá pólsku landamærunum

18.03.2022 - 06:29
epa09820842 Ukrainian refugees arrive at the railway station in Lviv, western Ukraine, 12 March 2022 (issued 13 March 2022). Russian troops entered Ukraine on 24 February prompting the country's president to declare martial law and over 2.5 million people to flee the country, according to UNHCR figures.  EPA-EFE/ANDRZEJ LANGE POLAND OUT
Lviv er mikilvægur áfangastaður þeirra milljóna Úkraínubúa sem flýja stríðsátökin og halda til vesturs. Hefur borginni að mestu verið hlíft við árásum þar til nú.  Mynd: EPA-EFE - PAP
Fregnir berast nú í morgunsárið af sprengingum á flugvelli úkraínsku borgarinnar Lviv, 700.000 manna borgar í vesturhluta landsins, um 70 kílómetra frá pólsku landamærunum. Úkraínska fréttastöðin Úkraína 24 greinir frá því að minnst þrjár miklar sprengingar hafi heyrst í vesturborginni laust eftir klukkan sex í morgun að staðartíma.

Stöðin birti stutt myndskeið á síðu sinni á samfélagsmiðlinum Telegram, þar sem sjá má mikinn reykjarmökk stíga til himins. Norska blaðið Verdens Gang, sem er með fréttamenn í Lviv, greinir líka frá sprengingum í borginni í morgun.

Fréttamaður AFP segir sprengjunum hafa verið varpað á flugvöll borgarinnar, sem er um 6 kílómetra frá miðborginni. Borgarstjórin í Lviv segir rússnesk flugskeyti hafa hæft byggingu nærri flugvellinum, en ekki flugvöllin sjálfan.

Lviv er mikilvægur áfangi á flóttaleið þeirra milljóna Úkraínumanna, einkum kvenna og barna, sem flýja stríðið til vesturs. Borgin hefur fram að þessu sloppið að mestu við árásir Rússa.