Athugið þessi frétt er meira en 9 mánaða gömul.

Sjö hafa látist með COVID-19 á Landspítala í mars

Mynd með færslu
Mikið hefur mætt á heilbrigðisstarfsfólki alstaðar í heiminum í farsóttinni og ekki að sjá að álagið minnki til muna í bráð Mynd: Ásvaldur Kristjánsson - Landspítalinn
Sjö sjúklingar á Landspítala hafa látist með Covid-19 það sem af er mánuði. Kona á sjötugsaldri með veiruna lést á spítalanum í gær. Nú liggja inni 70 sjúklingar með veiruna. Fjórir þeirra eru á gjörgæslu og þrír í öndunarvél.

Meðalaldur sjúklinga á Landspítala með COVID-19 er 74 ár.

Þrjú andlát á hjúkrunarheimilum eða í heimahúsum

Þrjú andlát til viðbótar voru skráð á covid.is í dag, það fólk var með veiruna en lést á hjúkrunarheimilum eða í heimahúsum síðustu daga. Alls hafa 91 látist smitaðir af veirunni hérlendis frá upphafi faraldursins.

Í tilkynningu frá farsóttarnefnd Landspítala frá segir að mikill skortur sé á legurými og mannskap. Þá er sérstaklega óskað eftir hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum til þess að taka að sér aukavaktir á smitsjúkdómadeild um helgina.

Í gær greindust 102 smit innanlands í PCR-sýnatökum en 1.776 í hraðprófum. Alls voru 376 PCR-sýnatökur og 3.897 hraðpróf greind hjá Heilsugæslunni.