Athugið þessi frétt er meira en 5 mánaða gömul.

Ber ekki að vernda börn fyrir loftslagsbreytin

A warning sing is partially obscured by water on a flooded road in Windsor, northwest of Sydney, New South Wales, Australia, Monday, March 22, 2021. Hundreds of people have been rescued from floodwaters that have isolated dozens of towns in Australia's most populous state New South Wales and forced thousands to evacuate their homes as record rain continues. (AP Photo/Rick Rycroft)
 Mynd: ASSOCIATED PRESS - AP
Dómstóll í Ástralíu hefur komist að þeirri niðurstöðu að umhverfisráðherra landsins beri ekki skylda til að vernda börn fyrir neikvæðum áhrifum loftslagsbreytinga. Með því er snúið við tímamótadómi frá því fyrir tveimur árum.

Hópur miðskólanemenda í Ástralíu krafðist þess að Sussan Ley umhverfisráðherra bæri að meta skaða loftslagsbreytinga á börn við ákvarðanir um framkvæmdir við vinnslu jarðefnaeldsneytis.

Dómari úrskurðaði nemendunum í vil árið 2020 með þeim orðum að ráðherranum bæri að koma í veg fyrir að börn undir átján ára aldri biðu alvarlegan skaða eða bana af útblæstri koltvísýrings í andrúmsloftið. 

Dómurinn þótti marka tímamót en ekki leið á löngu uns ráðherra áfrýjaði niðurstöðunni sem var loks snúið við í dag.

Helstu rök áfrýjunardómstólsins voru hve örlítil áhætta væri vegna nýrrar kolanámu sem var þungamiðja málsins. Ungmenninn segjast vera miður sín yfir niðurstöðunni sem merki að ungt fólk beri meginþungann af loftslagsbreytingum.

Eitt ungmennana, hin sautján ára baráttukona Anjali Sharma, segir brennslu kola valda banvænum veðurfarsbreytingum.

„Síðasta sumar brunnu gróðureldar um Ástralíu en í ár ógna okkur flóð,“ segir hún og bætir við að eitthvað þurfi að breytast. Lögmaður ungmennanna veltir nú fyrir sér hvort málinu verði áfrýjað til hæstaréttar Ástralíu.