Athugið þessi frétt er meira en 7 mánaða gömul.

Sigga, Beta og Elín fara alla leið í Eurovision

Mynd með færslu
 Mynd: Mummi Lú - RÚV

Sigga, Beta og Elín fara alla leið í Eurovision

12.03.2022 - 22:12

Höfundar

Sigga, Beta og Elín verða fulltrúar Íslands í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva sem fram fer á Ítalíu í maí.

Fimm lög tóku þátt í úrslitum Söngvakeppninnar. Tvö þeirra komust í úrslitaeinvígið, Með hækkandi sól sem Sigríður, Elísabet og Elín Eyþórsdætur fluttu, og Turn This Around með Reykjavíkurdætrum, og stóðu systurnar Sigga, Beta og Elín uppi sem sigurvegarar.

Einvígið í söngvakeppninni 2022.
 Mynd: Mummi Lú - RÚV
Systurnar Sigga, Beta og Elín mættu Reykjavíkurdætrum í úrslitaeinvíginu.

Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva fer fram dagana 10-14 maí í Tórínó á Ítalíu. Hljómsveitin Måneskin bar sigur úr býtum í keppninni 2021 þar sem framlag Íslands, lagið 10 Years með Daða og Gagnamagninu, lenti í fjórða sæti.

Mynd: Mummi Lú / RÚV
Flutningur systranna á Með hækkandi sól á fyrra undanúrslitakvöldi Söngvakeppninnar.

Tengdar fréttir

Tónlist

Kepptust um athygli við tónlistina

Tónlist

Ekki hægt að segja nei við hvolpaaugum Lay Low