Athugið þessi frétt er meira en 5 mánaða gömul.

Alþjóðleg dómnefnd í Söngvakeppninni tilkynnt

Mynd með færslu
 Mynd: Samsett

Alþjóðleg dómnefnd í Söngvakeppninni tilkynnt

12.03.2022 - 10:20

Höfundar

Í kvöld fara úrslit Söngvakeppninnar fram og þá kemur í ljós hvaða flytjendur verða fulltrúar Íslands í Eurovision í ár. Keppnin fer fram í Söngvakeppnishöllinni Gufunesi og verður í beinni útsendingu á RÚV. Fimm lög keppa en auk þess munu Daði Freyr Eurovision-fari og sænski Eurovision-söngvarinn Tusse stíga á svið.

Rétt í þessu var tilkynnt hvernig dómnefndin í Söngvakeppninni 2022 er skipuð, en samkvæmt reglum keppninnar skal það gert fyrir úrslitakeppnina sjálfa. 

Dómnefndin, sem skipuð er 7 aðilum víðsvegar af úr Evrópu, mun hafa helmingsvægi gagnvart símakosningu almennings í fyrri kosningu kvöldsins.  Eftir þá kosningu fara tvö efstu lögin í svokallað einvígi en þá verður aðeins hægt að greiða atkvæði með símakosningu á milli þeirra laga, eins og áður.  Lögin tvö halda þó þeim atkvæðum sem þau fá í fyrri kosningunni, frá dómnefnd og símakosningu áhorfenda.  Stigahæsta lag kvöldsins mun því verða framlag Íslands í Eurovision söngvakeppninni sem haldin verður á Ítalíu í maí. 
 

Dómnefndin er þannig skipuð: 
 

  • Ragnheiður Gröndal – Ísland – tónlistarkona 
  • Tusse – Svíþjóð – Söngvari 
  • Sóley Stefánsdóttir – Ísland – tónlistarkona  
  • Barry Van Corneval - Holland – Tónleikahaldari Eurovision in concert 
  • Stig Karlsen – Noregur – Yfirframleiðandi hjá Norska Ríkisútvarpinu 
  • Daði Freyr – Ísland – tónlistarmaður 
  • Heidi Välkkilä – Finland – Markaðsstjóri hjá Finnska Ríkisútvarpinu 

Úrslit Söngvakeppninnar 2022 hefjast kl. 19.45 í kvöld á RÚV.

Tengdar fréttir

Tónlist

Söngvakeppnin seinni undanúrslit - öll lögin

Tónlist

Söngvakeppnin fyrri undanúrslit — öll lögin