Athugið þessi frétt er meira en 11 mánaða gömul.

Vilja draga úr hömlum í flugi og á flugvöllum

A passenger walks through International Arrivals, at London's Heathrow Airport, Friday, Nov. 26, 2021. The U.K. announced that it was banning flights from South Africa and five other southern African countries effective at noon on Friday, and that anyone who had recently arrived from those countries would be asked to take a coronavirus test. (AP Photo/Alberto Pezzali)
 Mynd: AP
Flugfélög og rekstraraðilar flugvalla í Evrópu fara fram á að látið verði af öllum sóttvarnartakmörkunum í innanlandsflugi. Flest lönd álfunnar hafa slakað á kröfum um að fólk sýni fram á bólusetningu eða beri grímur.

Evrópudeild Samtaka flugvallarekenda ACI og Alþjóðasamband flugfélaga IATA segja í sameiginlegri yfirlýsingu að omíkron-afbrigðið sé allsráðandi í Evrópu. Ónæmi sé orðið það mikið að mjög hafi dregið úr þörf fyrir sjúkrahúsinnlagnir og líkum á andláti af völdum veirunnar, einkum meðal bólusettra.

Því segja samtökin að eðlilegt sé að draga úr takmörkunum í flugi og á flugvöllum líkt og eigi við um almannarými víðast hvar í Evrópu. Það auki á ferðafrelsi fólks og verði til þess að störfum fjölgi að nýju í flugrekstri og ferðaþjónustu.