Athugið þessi frétt er meira en 5 mánaða gömul.

Tveimur Bandaríkjamönnum sleppt frá Venesúela

epa06948405 A handout photo made available by the Miraflores Press shows Venezuelan President Nicolas Maduro speaking during a televised speech in Caracas, Venezuela, 13 August 2018. Maduro announced that the state subsidy for national gasoline, considered the cheapest in the world, will be maintained only for those who register their data in the government transportation census, which the opposition considers as a measure of social and political control.  EPA-EFE/MIRAFLORES PRESS HANDOUT  HANDOUT EDITORIAL USE ONLY/NO SALES
 Mynd: EPA-EFE - EFE/MIRAFLORES PRESS
Tveir Bandaríkjamenn voru látnir lausir úr fangelsi í Venesúela í gær, nokkrum dögum eftir heimsókn bandarískra embættismanna til Nicolasar Maduro forseta. Tilgangur heimsóknarinnar var að semja um olíukaup.

Ákvörðunin þykir benda til nokkurrar þýðu í samskiptum ríkjanna tveggja en Venesúela hefur verið helsti bandamaður Rússa á vesturhveli jarðar. Maduro hringdi í Vladimír Pútín, Rússlandsforseta skömmu eftir innrásina og fullvissaði hann um „eindreginn stuðning“ sinn við aðgerðir Rússa í Úkraínu. 

Annar mannanna er Gustavo Cardenas, einn sexmenninga sem tengdir eru olíufyrirtækinu Citgo sem allir hafa verið í haldi frá 2017 sakaðir um spillingu. Citgo er bandarískt dótturfélag PDVSA ríkisolíufyrirtækis Venesúela. Hinir fimm eru enn í haldi. Hinn leysinginn er Jorge Alberto Fernandez sem var handtekinn í fyrra sakaður um hryðjuverkastarfsemi. 

Bandaríkjamenn hófu þegar að leita leiða til að tryggja sér olíu eftir að ákveðið var að banna innflutning á þeirri rússnesku. Arabaríkin við Persaflóa hafa ekki viljað auka á útflutning sinn þrátt fyrir að Bandaríkjastjórn fari þess á leit.

Nokkrir bandarískir þingmenn hafa hafnað þeim hugmyndum alfarið að létta á viðskiptahömlum gegn Venesúela gegn því að komast í forgang um olíu þaðan.