Katla flytur lag sitt, Þaðan af, á íslensku á laugardaginn og sömuleiðis í lokakeppninni í Tórínó ef hún ber sigurorð af keppninautum sínum.
Stefán Óli ætlar einnig að flytja lag sitt, Ljósið, á íslensku. Það gera líka systurnar Sigga, Beta og Elín í laginu Með hækkandi sól.
Daughters of Reykjavík, þekktari sem Reykjavíkurdætur, flytja sitt lag á ensku, Turn This Around, og það hyggjast sytkinin Már og Ísold í Amarosis gera líka, lag þeirra er Don’t you know. Reykjavíkurdætur komust í úrslit með lagið Tökum af stað og lag Amarosis hét áður því stríðnislega nafni, Don’t you know - íslenska útgáfan.
Allir keppendurnir að taka þátt í fyrsta skipti
Spennan magnast jafnt og þétt fyrir úrslitakvöldið í Söngvakeppninni á laugardag. Fimm lög sem keppa til úrslita og ljóst er að fulltrúi Íslands í Eurovision hefur aldrei áður tekið þátt í keppninni. Hvort sem fólk styður Kötlu, Daughters of Reykjavík, Stefán Óla, Siggu, Betu og Elínu eða Amarosis má gera ráð fyrir trylltri skemmtun á laugardag í boði þeirra góðu gesta sem stíga á svið.
Meðal þeirra eru Eurovision-fararnir í Gagnamagninu með Daða Frey í broddi fylkingar og sænski Eurovision-farinn Tusse flytur lag sitt Voices á laugardag. Tusse kemur til landsins á morgun.
Úrslitakvöld Söngvakeppninnar 2022 hefst á RÚV klukkan 19.45 á laugardagskvöld.