Athugið þessi frétt er meira en 11 mánaða gömul.

Úkraína hættir útflutningi undirstöðuafurða

epa09806029 Ukrainian people with flags and signs during the demonstration for peace in Ukraine organized by the Ukrainian community in Rome, Italy, 06 March 2022. People all over the world hold vigils and demonstrations for peace in the Ukraine and against Russian troops invading the country. Russian troops entered Ukraine on 24 February prompting the country's president to declare martial law and triggering a series of severe economic sanctions imposed by Western countries on Russia.  EPA-EFE/Riccardo Antimiani
Úkraínskir mótmælendur í Róm Mynd: EPA-EFE - ANSA
Öllum útflutningi á rúgi, höfrum, byggi, hirsi, sykri, salti, kjöti, búfénaði og fleiri undirstöðuafurðum frá Úkraínu hefur verið hætt. Úkraínuskrifstofa Interfax-fréttastofunnar greindi frá þessu í gær og vísar í yfirlýsingu stjórnvalda.

Forsætisráðherra Úkraínu, Denys Sjmíal, hafði áður lýst því yfir að vegna innrásar Rússa í landið hefði ríkisstjórnin ákveðið að takmarka mjög útflutning ýmsum þjóðhagslega mikilvægum varningi og hráefnum sem hann er unninn úr.

Úkraína er einn mesti kornframleiðandi og -útflytjandi heims og hefur gjarnan verið kölluð brauðkarfa heimsins.