Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Rúmar 60 milljónir hafa safnast til hjálpar Úkraínu

epa09803548 People wait to board an evacuation train at a railway station in Kyiv (Kiev), Ukraine, 05 March 2022. According to the United Nations (UN), at least one million people have fled Ukraine to neighboring countries since the beginning of Russia's military aggression on 24 February 2022. The UN estimates that around 160,000 Ukrainians are currently internally displaced.  EPA-EFE/SERGEY DOLZHENKO
 Mynd: EPA
Söfnun fyrir hjálparstarf í Úkraínu hefur gengið vel. Fjölmörg samtök hafa staðið fyrir söfnuninni, þar á meðal Rauði kross Íslands, UNICEF og Hjálparstarf kirkjunnar. Rúmar sextíu milljónir hafa safnast alls hjá þessum þrennum samtökum.

Þar af hafa rúmar þrjátíu milljónir króna safnast í neyðarsöfnun fyrir Úkraínu hjá Rauða krossi Íslands, rúmar þrjátíu milljónir hjá UNICEF - Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna á Íslandi og ein komma fjórar milljónir hafa safnast hjá Hjálparstarfi kirkjunnar. Fjöldi fyrirtækja hefur einnig tekið þátt, bæði með beinu framlagi og með mótframlagi við viðskiptavini.

Björg Kjartansdóttir er sviðsstjóri fjáröflunar hjá Rauða krossi Íslands segir söfnun hafa gengið vel.

„Í dag eru búnar að safnast 30 milljónir króna og það er alveg augljóst að almenningur á Íslandi og fyrirtæki vilja leggja íbúum Úkraínu lið til að takast á við þessi átök sem þau þurfa að glíma við."

Ákvörðun verður tekin með Alþjóða Rauða krossinum um hlutfall fjár sem fer inn í Úkraínu annars vegar og hins vegar til fólks sem þegar er á flótta þaðan.

„Og við erum að fara að gera það núna bara seinni partinn í dag eða í síðasta lagi á morgun . Þá sendum við fjármunina til Úkraínu og væntanlega mun hluti fjármagnsins fara líka til þeirra sem eru búnir að þurfa að leggja af stað, hafa þegar lagt á flótta en það sem er kannski mikilvægast fyrir fólk að vita er að þá er það alveg skýrt að það fer alveg beint og óskert til fólksins sem hefur þurft að takast á við þessi og er að takast á við þessi átök."
 

 

Ólöf Rún Skúladóttir