Athugið þessi frétt er meira en 5 mánaða gömul.

Sjúklingar með COVID-19 á 15 deildum Landspítalans

COVID-ástand á Landakoti
 Mynd: Landspítali/Þorkell Þorkelsso - Ljósmynd
Sjúklingar með COVID-19 smit eru nú á fimmtán deildum Landspítalans og 252 starfsmenn eru í einangrun. Þetta kemur fram í orðsendingu frá farsóttanefnd spítalans.

 55 sjúklingar liggja nú á spítalanum með COVID, 48 þeirra eru í einangrun með virkt smit, 4 þeirra eru á gjörgæslu í öndunarvél. 

Farsóttanefnd segir að mikil útbreiðsla smits endurspeglist í fjölda þeirra deilda þar sem sjúklingar eru með COVID. Því er jafnframt beint til almennings að hringja ekki í deildir spítalans í leit að upplýsingum um viðbrögð gegn COVID-19 heldur hafa frekar samband í gegnum netspjall Heilsuveru.

Um helgina hafa ekki verið gefnar upp neinar bráðabirgðatölur um daglegan fjölda smita. Rúm vika er síðan öllum sóttvarnaaðgerðum var aflétt og verulegar breytingar gerðar á kröfum um sýnatöku og einangrun.

freyrgigja's picture
Freyr Gígja Gunnarsson
Fréttastofa RÚV