Athugið þessi frétt er meira en 6 mánaða gömul.

Rússneskir fallhlífarhermenn lentir í Kharkiv

02.03.2022 - 05:40
epa09794043 Interior view of the damaged Kharkiv regional administration building in the aftermath of a shelling in downtown Kharkiv, Ukraine, 01 March 2022. Russian troops entered Ukraine on 24 February prompting the country's president to declare martial law and triggering a series of announcements by Western countries to impose severe economic sanctions on Russia.  EPA-EFE/SERGEY KOZLOV
Rússar hafa haldið uppi stórskotahríð og loftárásum á Kharkiv síðustu daga og fjöldi bygginga er rústir einar. Mynd: EPA-EFE - EPA
Sveitir rússneskra fallhlífarhermanna lentu í borginni Kharkiv í austanverðri Úkraínu í nótt, segir í tilkynningu frá Úkraínuher, og brutust þá óðara út bardagar á götum borgarinnar. Fullyrt er að rússnesku hermennirnir hafi meðal annars ráðist að nálægu sjúkrahúsi. Bardagar standa enn yfir milli árásarhersins og heimamanna, segir í tilkynningunni, sem birt var á samskiptaforritinu Telegram.

Íbúar í Kharkiv eru um 1.400.000, flestir rússneskumælandi. Borgin, sem er næst stærsta borg Úkraínu, er ekki fjarri rússnesku landamærunum. Rússneski herinn hefur sótt að henni af miklum og vaxandi þunga allt frá því að hann hóf innrás sína í Úkraínu á fimmtudag í liðinni viku.