Sveitir rússneskra fallhlífarhermanna lentu í borginni Kharkiv í austanverðri Úkraínu í nótt, segir í tilkynningu frá Úkraínuher, og brutust þá óðara út bardagar á götum borgarinnar. Fullyrt er að rússnesku hermennirnir hafi meðal annars ráðist að nálægu sjúkrahúsi. Bardagar standa enn yfir milli árásarhersins og heimamanna, segir í tilkynningunni, sem birt var á samskiptaforritinu Telegram.