Athugið þessi frétt er meira en 7 mánaða gömul.

Fjölmenn mótmæli víðsvegar um veröldina

epa09789546 Supporters of Ukraine demonstrate in Berlin, Germany, 27 February 2022. Russian troops entered Ukraine on 24 February prompting the country's president to declare martial law and triggering a series of announcements by Western leaders to impose severe economic sanctions on Russia.  EPA-EFE/CLEMENS BILAN
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Hundruð þúsunda þyrptust út á götur borga heimsins í dag til að mótmæla innrás Rússa í Úkraínu. Fólk vafði sig úkraínska fánanum og bar spjöld með áletrunum á borð við „Rússar farið heim“ og „Enga þriðju heimsstyrjöld“.

Slagorð voru hrópuð gegn Vladimír Pútín Rússlandsforseta og spjöldum veifað þar sem hann var kallaður morðingi og skrímsli.

Lögregla í Berlín, höfuðborg Þýskalands, telur að um 100 þúsund hafi komið saman, um 70 þúsund voru á götum úti í Prag höfuðborg Tékklands og 15 þúsund í hollensku höfuðborginni Amsterdam.

Skipuleggjendur samkomunnar í Berlín telja að fjöldinn hafi verið fimm sinnum sá sem lögregla áætlar. Fjöldi fólks safnaðist saman við sendiráð Rússlands í borginni, heimili og vinnustað rússneskra sendifulltrúa.

Lögregla girti bygginguna af en fjöldi fólks stóð fyrir utan og hrópaði stuðningsyfirlýsingar við Úkraínu og söng úkraínsk lög. 

Einnig var mótmælt í Bandaríkjunum og Svetlana Tíkanovskaja landflótta leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Hvíta-Rússlandi stjórnaði mótmælum í Litáen. Hún og aðrir Hvítrússar í landinu sögðust vilja andæfa innrásinni kröftuglega og eins liðsinni stjórnar Alexenders Lúkasjenka við hana. 

Um 400 íbúa Sankti Pétursborgar, næst stærstu borgar Rússlands, mótmælti stríðsrekstrinum þrátt fyrir blátt bann við slíku. Á þriðja þúsund Rússa var handtekinn í mótmælum víða um landið í gær og fleiri þúsund hafa verið tekin höndum fyrir sömu sakir frá því innrásin í Úkraínu hófst.