Athugið þessi frétt er meira en 6 mánaða gömul.

ESB fjármagnar vopnaflutning til Úkraínu

epa09789618 European Commission President Ursula von der Leyen gives a joint press statement on further measures to respond to the Russian invasion of Ukraine, at the European Commission in Brussels, Belgium, 27 February 2022. Von der Leyen announced the EU will shut down its airspace to Russian planes, ban Russian state media outlets RT and Sputnik, and buy and send weapons to Ukraine. Russian troops entered Ukraine on 24 February prompting the country's president to declare martial law and triggering a series of announcements by Western countries to impose severe economic sanctions on Russia.  EPA-EFE/STEPHANIE LECOCQ / POOL
 Mynd: EPA-EFE - EPA POOL
Evrópusambandið ætlar að fjármagna kaup og flutning vopna til Úkraínu. Þetta er í fyrsta sinn í sögu sambandsins sem slíkt er gert.

Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, tilkynnti þetta á blaðamannafundi síðdegis og sagði hún ákvörðunina marka vatnaskil.

Þá tilkynnti hún bann við umferð rússneskra flugvéla í allri lofthelgi Evrópusambandsins. Fjölmörg ríki innan og utan ESB, þar á meðal Ísland, höfðu þegar tilkynnt um slíkt bann.

Von der Leyen upplýsti einnig um fleiri refsiaðgerðir gegn bæði Rússum og Hvít-Rússum.

 

alexandergk's picture
Alexander Kristjánsson
Fréttastofa RÚV