Athugið þessi frétt er meira en 7 mánaða gömul.

Ljósið og Með hækkandi sól áfram í úrslit

Mynd með færslu
 Mynd: Mummi Lú - Samsett

Ljósið og Með hækkandi sól áfram í úrslit

26.02.2022 - 21:16

Höfundar

Það voru systurnar Sigga, Beta og Elín og Ísfirðingurinn Stefán Óli sem voru hlutskörpust í fyrri undanúrslitum Söngvakeppninnar í kvöld.

Fyrri undanúrslit Söngvakeppninnar fóru fram í kvikmyndaverinu í Gufunesi í kvöld. Þá kaus þjóðin tvö lög áfram í úrslitin sem fara fram 12. mars þegar framlag Íslands í Eurovision í ár verður valið.

Næstu undanúrslit fara fram eftir viku, 5. mars og þá verða önnur tvö lög valin áfram. Framkvæmdastjórn keppninnar hefur svo leyfi til að hleypa einu lagi áfram, svokölluðu „einu lagi enn,“ telji hún það einnig eiga erindi í úrslitin. Ef það gerist verður tilkynnt hvaða lag það verður í undanúrslitunum seinni á laugardag.

Í sjálfum úrslitunum 12. mars kemur svo í ljós hvert verður framlag Íslendinga til Eurovision söngvakeppninnar sem haldin verður í Tórínó í maí.

 

Það voru systurnar Sigga, Beta og Elín með lagið Með hækkandi Sól og Stefán Óli með lagið Ljósið sem hlutu flest atkvæði að þessu sinni.

Mynd: Mummi Lú / RÚV
Mynd: Mummi Lú / RÚV

Tengdar fréttir

Tónlist

Tileinka flutninginn sérstaklega trans börnum

Tónlist

„Ég var fastur, kvíðinn var að hertaka mig“