Athugið þessi frétt er meira en 7 mánaða gömul.

Verðbólgan komin yfir sex prósent

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Verðbólga á ársgrundvelli mælist nú 6,2% og hækkar um 0,5 prósentustig frá því í janúar, samkvæmt tölum Hagstofunnar.

Vísitala neysluverðs hækkaði um 1,16% milli janúar og febrúar. Ef húsnæðisliðurinn er ekki tekinn með hækkaði vísitalan um 1,26%. 

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6,2% og vísitala neysluverðs án húsnæðis um 4,2%. Þessi hækkun er meiri en spár gerðu ráð fyrir.

Verðbólga hefur farið hratt hækkandi síðustu mánuði. Seðlabankinn brást við með því að hækka stýrivexti um 0,75 prósentustig í byrjun mánaðarins.