Athugið þessi frétt er meira en 6 mánaða gömul.

Hellisheiðin lokuð og bílaröð við Hveradali

23.02.2022 - 09:00
Mynd með færslu
 Mynd: Hólmfríður Halldórsdóttir - Aðsent
Vegagerðin hefur lokað aftur fyrir umferð um Hellisheiði, en heiðin var fær í morgun. Þrengslin eru opin en þar er snjóþekja og hálka. Fjöldi fólks bíður nú í bílum sínum við Hveradali, þar sem hefur skafið í skafla.

Hólmfríður Halldórsdóttir er ein þeirra sem situr föst í bíl sínum við Hveradali og hafa þau nú verið þar í rúma klukkustund. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum nær bílaröðin mjög langt og telur greinilega tugi bíla.

Uppfært kl. 9:45 - Búið að loka Hellisheiði í báðar áttir

 

Þungfært á Suðurstrandarvegi

Vetrarfærð er um land allt og samkvæmt korti Vegagerðarinnar er ýmist hálka, skafrenningur eða þæfingsfærð í Hellisheiði og Þrengslum.

Þæfingsfærð er á hluta Suðurstrandarvegar, en þungfært á hluta leiðarinnar frá Grindavík að afleggjara við Krýsuvíkurveg. Enn er ófært um hluta Krýsuvíkurleiðarinnar en mokstur stendur yfir. Sama staða er á Mosfellsheiði, þar sem enn er ófært en unnið er að mokstri.

Krapi og hálka er um nær allt höfuðborgarsvæðið og getur færð verið sérstaklega varasöm í húsagötum.

Hringvegurinn fær en snjóþekja víða

Snjóþekja er á hringveginum sunnanlands, en þæfingur frá Jökulsárlóni að Höfn í Hornafirði. Á Austfjörðum er snjókoma og þungfært um Breiðdalsveg og ófært um Öxi.

Norðan og vestantil er þæfingsfærð eða hálka á flestum vegum, en vegfarendum í þeim landshlutum er bent á að fylgjast sérstaklega vel með veðri og færð, þar sem stormur gengur yfir þann landshluta í dag sem að mun raska samgöngum,