Athugið þessi frétt er meira en 6 mánaða gömul.

Hefur þegar skipað hernum inn í Donetsk og Luhansk

21.02.2022 - 22:19
epa09776137 Russian President Vladimir Putin signs decrees on the recognition of the self-proclaimed Donetsk People's Republic (DPR) and the Luhansk People's Republic (LPR) in Moscow Kremlin in Moscow, Russia, 21 February 2022. The heads of the self-proclaimed Donetsk People's Republic (DPR) and the Luhansk People's Republic (LPR) asked the President of Russia to recognize the self-proclaimed republics. This issue was discussed at a meeting of the Security Council of the Russian Federation, Vladimir Putin appealed to the Federal Assembly of the Russian Federation to ratify the treaty of friendship and mutual assistance with the DPR-LPR. Putin  signed decrees on the recognition of the self-proclaimed Donetsk People's Republic (DPR) and the Luhansk People's Republic (LPR).  EPA-EFE/ALEKSEY NIKOLSKYI/SPUTNIK/KREMLIN POOL / POOL
 Mynd: EPA-EFE - SPUTNIK POOL
Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur þegar skipað rússneska hernum að fara inn í Donetsk og Luhansk. Aðeins um tvær klukkustundir eru síðan Pútín ákvað að viðurkenna sjálfstæði héraðanna.

„Ég tel nauðsynlegt að taka ákvörðun sem löngu var tímabær, að viðurkenna tafarlaust sjálfstæði og fullveldi alþýðulýðveldisins Donetsk og alþýðulýðveldisins Luhansk,“ sagði Pútín í sjónvarpsávarpi til rússnesku þjóðarinnar fyrr í kvöld. Áhyggjur Úkraínumanna og Vesturveldanna um að þessari ákvörðun fylgi rússneskt herlið hafa nú raungerst. Pútín hefur þegar skipað hernum þar inn og segir að herinn eigi að gegna þar hlutverki friðargæsluliða. 

Leitogar Vesturlanda hafa lýst eindregnum stuðning við stjórnvöld í Úkraínu. Vesturveldin virðast sammála um að ákvörðun Pútíns sé brot á alþjóðalögum. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra tekur undir það í skriflegu svari til fréttastofu. „Þessi yfirlýsing Rússlands er ákaflega alvarleg stigmögnun á eldfimu ástandi. Hún er brot á alþjóðalögum þar sem vegið er að alþjóðlega viðurkenndum landamærum í krafti hervalds. Við það verður ekki unað. Ísland mun taka þátt í aðgerðum til að bregðast við þessum aðgerðum Rússlands til að undirstrika að virðing fyrir alþjóðalögum, landamærum og lögsögu er grundvallarforsenda í friðsamlegum samskiptum milli ríkja,“ segir utanríkisráðherra. 

olofr's picture
Ólöf Ragnarsdóttir
Fréttastofa RÚV