Athugið þessi frétt er meira en 10 mánaða gömul.

Arna og Álfur vilja verða formaður Samtakanna '78

Mynd með færslu
 Mynd: Samtökin '78
Tvö framboð hafa borist til formennsku í Samtökunum '78 en núverandi formaður, Þorbjörg Þorvaldsdóttir, hefur tilkynnt að hún hyggi ekki á áframhaldandi formennsku. Í tilkynningu frá samtökunum segir að leikkonan Arna Magnea Danks og Álfur Birkir Bjarnason, landvörður og líffræðinemi, sækist eftir að taka við formennskunni.

Fimm til viðbótar eru í framboði til stjórnar samtakanna og bítast um þrjú sæti sem þar eru laus. Þetta eru þau Anna Íris Pétursdóttir, Ásgeir Ásgeirsson, Bjarndís Helga Tómasdóttir, Mars M. Proppé og Vera Illugadóttir.

Kosið verður á aðalfundi Samtakanna '78 hinn 6. mars næstkomandi en atkvæðagreiðsla utan kjörfundar hefst á skrifstofu samtakanna í dag, mánudag.

Ævar Örn Jósepsson
Fréttastofa RÚV