Athugið þessi frétt er meira en 11 mánaða gömul.

146 hafa fundist látin í Petrópolis

20.02.2022 - 00:45
epa09770275 A photograph taken with a drone shows a general view of the destruction after heavy rains on 15 February in Morro de la Oficina, in the city of Petropolis, state of Rio de Janeiro, Brazil, 18 February 2022. The worst rains since 1932 have already left a partial balance of 130 dead in the Brazilian 'imperial city', where the inhabitants continued this Friday digging with picks and buckets to try to find the dozens of disappeared. According to official data, the storm that fell between the afternoon and the night of 15 February has so far caused more than 120 deaths, dozens of missing persons and some 850 people displaced from their homes. At least 24 people have been rescued alive.  EPA-EFE/Antonio Lacerda
 Mynd: EPA-EFE - EFE
Leitar- og björgunarsveitir hafa fundið 146 lík í aurhaugum og húsarústum í brasilísku borginni Petrópolis, þar sem flóð og aurskriður féllu eftir skýfall á þriðjudag með skelfilegum afleiðingum. 26 börn eru á meðal hinna látnu. Á annað hundrað manns er enn saknað en talið er að hátt í 60 þeirra sem fundist hafa látin en ekki hefur tekist að bera kennsl á séu þeirra á meðal.

Á fimmtudag byrjaði aftur að rigna og enn rigndi á föstudag, sem gerði leitarstörf hvorttveggja erfiðari og hættulegri. Mikil þoka var í Petrópolis á laugardag, sem einnig gerði leitarfólki erfiðara fyrir.  

24 var bjargað lifandi úr aurnum og rústunum skömmu eftir að hamfarirnar dundu yfir en vonir um að finna fleiri á lífi dvína með hverri mínútunni sem líður.

Flóðin og aurskriðurnar rifu stóra geil í gegnum Petrópolis, sem er um 300.000 manna borg í fjalllendi norður af Ríó de Janeiro og vinsæll ferðamannastaður.