Athugið þessi frétt er meira en 9 mánaða gömul.

Íbúar í Vestmannaeyjum beðnir að halda sig heima

19.02.2022 - 22:08
Mynd með færslu
 Mynd: Indíana Einarsdóttir - Aðsent
Lögreglan í Vestmannaeyjum biðlar til íbúa í eynni að vera ekki á ferðinni að óþörfu, en þar er mjög slæmt skyggni og þungfært á vegum. Vindhraði á Stórhöfða mælist nú yfir 30 metra á sekúndu.

Yfir sextíu veðurtengd verkefni hjá björgunarsveitum

Austan stormur gengur nú yfir sunnanvert landið og tók appelsínugul veðurviðvörun gildi syðst nú klukkan níu. Björgunarsveitir hafa þegar farið í hátt í sextíu verkefni í dag vegna veðursins og slæmrar færðar á vegum og segir verkefnisstjóri Landsbjargar að verkefnum fari fjölgandi á suðvesturhluta landsins.

Vegagerðin hefur lokað vegum víða sunnanlands vegna veðursins, þar á meðal Reykjanesbraut, Mosfellsheiði, Suðurstrandarvegi, Grindavíkurvegi og hringveginum frá Gígjukvísl að Jökulsárlóni.