
Lögregla í Ottawa setur mótmælendum afarkosti
Í tilkynningu lögreglu til mótmælenda segir að nú verði tekið á mótmælunum af hörku. Mótmælendur verði að yfirgefa miðborgina strax, annars verði þeir handteknir, sektaðir og vörubílar þeirra gerði upptækir. Þá gætu þeir sem verði ákærðir og síðar dæmdir fyrir að taka þátt í mótmælunum átt á hættu að komast ekki aftur til Bandaríkjanna, en flestir vörubílstjóranna flytja vörur milli Kanada og Bandaríkjanna.
Dómstóll í Kanada setti lögbann á mótmælin um helgina og heimilaði lögreglu að leysa þau upp en mótmælendur hafa ekki farið að fyrirmælum yfirvalda. Mótmælin beinast gegn sóttvarnareglum stjórnvalda og þá einna helst bólusetningarskyldu sem gildir um þá flutningabílstjóra sem fara yfir landamærin. Hreyfingin sem stendur að mótmælunum kallar sig Frelsislestina en sambærileg mótmæli hafa sprottið upp í Frakklandi, Nýja-Sjálandi, Ástralíu og Bandaríkjunum.