Athugið þessi frétt er meira en 6 mánaða gömul.

Allt að 20 ára fangelsi fyrir kúbanska mótmælendur

16.02.2022 - 01:55
epa09351246 A woman protests in favor of the Cuban revolution in front of the Cuban embassy, in Panama City, Panama, 17 July 2021. Cuban citizens shouted 'freedom' while the Panamanian left expressed its solidarity with the Cuban 'revolution' during demonstrations near the Cuban Embassy in Panama City that passed without incident.  EPA-EFE/Bienvenido Velasco
Víða var efnt til samstöðumótmæla með mótmælendunum á Kúbu. Þessi var einn af mörgum slíkum utan við kúbanska sendiráðið í Mexíkó. Kúba já! Bandaríjamenn nei! stendur skrifað á skilti hans. Mynd: epa
Tuttugu manns sem tóku þátt í fjölmennum mótmælum gegn stjórnvöldum á Kúbu í sumar sem leið voru í gær dæmdir til allt að 20 ára fangelsisvistar. Félagasamtökin Gruppa Justicia 11J birtu á þriðjudag nöfn og aldur tuttugu manneskja, þar af fimm á barnsaldri, sem sagðar eru hafa verið dæmdar í héraðinu Holguin á austanverðri Kúbu fyrir sinn þátt í mótmælunum.

Samtökin -- sem kenna sig við réttlæti og 11. júlí, daginn sem mótmælin byrjuðu -- segja fimmtugan karlmann hafa hlotið þyngsta dóminn, 20 ára fangelsi. Fimm ungmenni, 16 og 17 ára gömul, voru dæmd til fimm ára fangavistar.

Á annað þúsund voru handtekin í tengslum við mótmælin í júlí 2021, flest á tvítugs- og þrítugsaldri. Í janúar greindu stjórnvöld frá því að 172 þeirra hefðu þegar hlotið dóm. Mál höfðu þá verið höfðuð á hendur minnst 790 manns, meðal annars fyrir skemmdarverk og óspektir á almannafæri, samkvæmt dómsmálaráðuneytinu.