Athugið þessi frétt er meira en 6 mánaða gömul.

Vegurinn um Kjalarnes opinn fyrir umferð að nýju

Mynd með færslu
 Mynd: Gísli Einarsson - RÚV
Vegurinn um Kjalarnes hefur verið opnaður fyrir umferð að nýju. Hann var meira og minna lokaður í dag og í nótt vegna fannfergis og ófærðar.

Í tilkynningu á Twitter-síðu Vegagerðarinnar segir að enn sé mjög þröngt á köflum, sérstaklega við Esjumela og enn ófært um hringtorg við Leirvogstungu.

Hálkublettir eru á Reykjanesbraut og mjög hvasst. Vegna lokunar á Hellisheiði og í Þrengslum bendir Vegagerðin á hjáleið um Grindavík og Suðurstrandarveg. Hálkublettir eru á Grindavíkurvegi en krapi á hluta Suðurstrandarvegar og þar er hvassviðri.