Athugið þessi frétt er meira en 8 mánaða gömul.

Sólveig Anna kosin formaður Eflingar

15.02.2022 - 21:16
Mynd: RÚV / RÚV
Sólveig Anna Jónsdóttir og B-listi hennar sigruðu í formannskjöri Eflingar í kvöld með 2.047 atkvæðum, 54% af heildaratkvæðafjölda. A-listi Ólafar Helgu Adólfsdóttur fékk 1.434 atkvæði og C-listi Guðmundar Jónatans Baldurssonar fékk 331 atkvæði.

Sólveig Anna segist stolt af því að félagsmenn treysti henni og framboðinu til að fara fyrir félaginu.

„Þetta var ótrúlega hörð kosningabarátta og ég verð að segja að það að við höfum unnið sigur þrátt fyrir þær ótrúlegu ásakanir sem á okkur hafa dunið er að mínu viti algjörlega magnað,“ sagði Sólveig Anna í viðtali við Bjarna Rúnarsson fréttamann þegar niðurstöðurnar lágu fyrir.

Uppfært kl. 22:14

Rætt var við Sólveigu Önnu í beinni útsendingu í tíufréttum sjónvarps. Hún sagði mikinn spenning í sínu fólki.

„Ég get ekki lýst innri líðan minni á þessari stundu. Spennan er eiginlega bara hræðileg,“ sagði Sólveig Anna. Hún segist ánægð og stolt með kosningabaráttu síns fólks.

Uppfært kl. 22:10

Enn er beðið eftir niðurstöðum kosninganna. Talið er að þær gætu orðið ljósar á næstu 10-15 mínútum.

Formanns- og stjórnarkosningum stéttarfélagsins Eflingar lýkur í kvöld. Rafræan kosning hófst  9. febrúar klukkan níu, á vef Eflingar, og stendur til klukkan átta í kvöld. Greint verður frá niðurstöðum kosninganna um leið og þær verða ljósar.

Þrír listar eru í framboði og kosningabaráttan hefur vakið mikla athygli. Listarnir þrír eru:

A – listi: Ólöf Helga Adolfsdóttir, formaður

Eva Ágústsdóttir, gjaldkeri
Aija Baldina
Friðjón Víðisson
Þorleifur Jón Hreiðarsson
Mateusz Kowalczyk
Anna Steina Finnsdóttir
Felix Kofi Adjahoe
Marcin Dziopa – tæki sæti Ólafar Helgu í stjórninni 2021-2023
Skoðunarmenn reikninga: Leó Reynir Ólason, Thelma Brynjólfsdóttir og Fríða Hammer, varamaður
 

B - listi: Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður

Ísak Jónsson, gjaldkeri
Guðbjörg María Jósepsdóttir
Innocentia F. Friðgeirsson
Kolbrún Valvesdóttir
Michael Bragi Whalley
Olga Leonsdóttir
Sæþór Benjamín Randalsson
Skoðunarmenn reikninga: Barbara Sawka, Magnús Freyr Magnússon og Valtýr Björn Thors, varamaður
 

C - listi: Guðmundur Jónatan Baldursson, formaður

Gunnar Freyr Rúnarsson, gjaldkeri
Alfreð J. Alfreðsson
Guðbjörn Svavarsson
Kristján G. Guðmundsson
Svanfríður Sigurðardóttir
Paula Holm
Bjarni Atlason
Skoðunarmenn reikninga: Guðni Páll Birgisson, Guðrún Holm Aðalsteinsdóttir og Brynjar Guðmundsson varamaður