Athugið þessi frétt er meira en 5 mánaða gömul.

Jarðskjálfti og eftirskjálftar nærri Grindavík

14.02.2022 - 20:59
Mynd með færslu
 Mynd: ruv.is
Jarðskjálfti að stærðinni 3,2 mældist aðeins 2,5 kílómetra norður af Grindavík á sjötta tímanum í kvöld. Skjálftinn fannst í byggð og hafa nokkrir eftirskjálftar fylgt í kjölfarið.

Jarðskjálftinn mældist klukkan 17:27 og að sögn náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands, voru þó nokkrir Grindvíkingar sem tilkynntu þeim að skjálftinn hefði fundist vel í bænum. Þrír til fjórir eftirskjálftar hafa mælst en þeir hafa allir verið töluvert minni.

Enginn gosórói greinist á svæðinu að sögn náttúruvársérfræðings og eru jarðskjálftar að þessari stærð ekki óvenjulegir á því umbrotasvæði sem Reykjanesskaginn er.

Olofre's picture
Ólöf Rún Erlendsdóttir