Lagið náði töluverðum vinsældum hér á Íslandi. Íslenskir sjónvarpsáhorfendur voru næsthrifnastir af laginu á úrslitakvöldinu og gáfu því átta stig í símakosningu.
Árið 2020 komu norsku Eurovision-stjörnurnar úr Keiino fram á úrslitakeppni Söngvakeppninnar en síðastliðin ár hafa meðal annars Eleni Foureira, Måns Zelmerlöw, Loreen og Sandra Kim glatt íslenska áhorfendur.
Miðasala á Söngvakeppnina hefst miðvikudaginn 16. febrúar en keppnin hefst laugardaginn 26. febrúar. Um er að ræða 4 viðburði og gefst áhorfendum kostur á að vera í salnum á þeim öllum.
Rúnar Freyr Gíslason framkvæmdastjóri keppninnar segir það mikið ánægjuefni að sóttvarnarreglur séu að rýmka.
„Við hlökkum mikið til að fylla Gufunesið af fólki. Það hefur myndast gríðarleg stemmning á keppnum síðustu ára og það er ekki síst vegna þeirra sem mæta á staðinn og njóta með vinum og fjölskyldu,” segir Rúnar Freyr, en nú lítur út fyrir að minnst 1.000 manns geti komið saman á hverjum viðburði.
Hægt er að hlusta á öll lögin á songvakeppnin.is, þar sem einnig er að finna nánari upplýsingar um keppendur.
Go_A var stofnuð 2012 og samanstendur af þeim Kateryna Pavlenko, Taras Shevchenko, Ihor Didenchuck og Ivan Hryhoriak.
Sveitin átti að keppa í Eurovision árið 2020 með lagið Solovey en vegna faraldurs kórónuveiru var keppninni frestað. Sveitin var því fengin til verksins árið eftir og flutti lagið Shum í keppninni í fyrra.